HringastærðIN ÞÍN
Það er mjög algengt að fólk viti ekki hringastærðina sína, það er í rauninni bara undantekning ef fólk er með hana á hreinu þegar það verslar sér hringa hjá okkur, hvort sem það er í vefverslun eða í Silfursmáranum. Þegar fólk kemur í Silfursmárann getum við þá mælt fingurinn sem hringurinn á að fara á en þá getur þetta kannski flækst örlítið þegar verslað er á netinu.
Vissulega þarf samt engar áhyggjur að hafa þar sem það fylgir alltaf með minnkun eða stækkun á hringum sem eru keyptir hjá okkur!
Það er þó nokkuð auðvelt að finna rétta hringastærð heima fyrir en það eru tvær leiðir sem við mælum með ef þú kemst ekki til okkar í mælingu.
AÐFERÐ 1 - Mældu hring sem þú átt
1. Finndu hring sem passar vel á þann fingur sem þú vilt mæla.
2. Mældu innra þvermál hringsins í millimetrum (mm).
3. Finndu samsvarandi stærð í töflunni hér að neðan.
Aðferð 2 – Mældu fingurinn þinn
1. Klipptu mjóan pappírsstrimil eða notaðu þunna snúru/band.
2. Vefðu henni lauslega um fingurinn þar sem hringurinn mun sitja.
3. Merktu punktinn þar sem endarnir mætast.
4. Mældu lengdina í mm.
5. Finndu samsvarandi stærð í töflunni hér að neðan.
Við mælum svo með að mæla fingurinn frekar síðdegis, en fingurnir þrútna yfirleitt aðeins þegar líða tekur á daginn & þá færðu raunhæfari stærð.
STÆRÐARTAFLA
Þessi tafla sýnir samsvörun milli No.-stærða, evrópskra/íslenskra stærða, þvermáls og ummáls í millimetrum, sem og bandarískra stærða (US).
MEIRA SKEMMTILEGT
Hringastærðir
Það er mjög algengt að fólk viti ekki hringastærðina sína, það er í rauninni bara undantekning ef fólk er með hana á hreinu þegar það verslar sér hringa hjá okkur, hvort sem það er í vefverslun eða í Silfursmáranum. Það er þó nokkuð auðvelt að finna rétta hringastærð heima fyrir en það eru tvær leiðir sem við mælum með ef þú kemst ekki til okkar í mælingu.
Brúðarskart - innblástur frá Ale Sif
Allt um skartgripi fyrir brúðkaupið. Ale Sif samfélagsmiðlastjórinn okkar, er að fara að gifta sig í sumar, og fengum við hana til þess að taka saman lúkk sem innblástur fyrir aðrar verðandi brúðir.







