Sumar brúðkaupin eru framundan!

Ale Sif samfélagsmiðlastjórinn okkar, er að fara að gifta sig í sumar, og fengum við hana til þess að taka saman lúkk sem innblástur fyrir aðrar verðandi brúðir.

Ale okkar er einnig förðunarfræðingur sem sérhæfir sig í brúðkaupum. Hún veit fátt annað skemmtilegra en að spá í heildarlúkkinu með þeim sem hún farðar.

"Ég elska að aðstoða verðandi brúðir við að finna rétta lúkkið fyrir þennan stóra & merkilega dag. Það hefur stundum hvarflað að mér að búa til nýja starfsgrein sem fengi heitið brúðkaupsstílisti.

Allt í kringum brúðkaup heillar mig - frá smáatriðunum, heildarlúkkinu og öll gleðin sem fylgir."

 

- Ale sif



LÚKK #1

Fyrsta lúkkið inniheldur Haf í 14kt gulli, hálsmen með einni perlu og eyrnalokka með stórri perlu og demöntum í hringjunum!

LÚKK #2

Lúkk númer tvö samanstendur af Haf í silfri, eyrnalokka með extra stórri perlu, perlufesti og armbandi með þremur perlum.

LÚKK #3

Þriðja samsetningin er Stilla í hvítagulli með demöntum og Fossfléttu armband í hvítagulli!

LÚKK #4

Fjórða og síðasta lúkkið er með Stillu í gylltu silfri, eyrnalokkar með dropa, hálsmen & armband með mörgum dropum!

p.s. Við höfum svo tekið saman á einum stað innblástur handa þér fyrir stóra daginn - smelltu á hlekkinn fyrir neðan til að skoða allar hugmyndir!

Allt um skartgripi fyrir brúðkaupið. Ale Sif samfélagsmiðlastjórinn okkar, er að fara að gifta sig í sumar, og fengum við hana til þess að taka saman lúkk sem innblástur fyrir aðrar verðandi brúðir.