UMHIRÐU MÁ SKIPTA NIÐUR EFTIR ÞVÍ HVORT SKARTGRIPURINN ER ÚR GULLI EÐA SILFRI

— NÚ EÐA GYLLTU SILFRI. 

Mikilvægt er að hugsa vel um skartgripina sína. Við mælum með því að geyma skart í upprunalegum öskjum sem koma frá BY•L. Hægt er að koma með BY•L skartgripi til okkar í verslun í eftirlit ef byrjað er að sjá á þeim.

SILFUR

Silfurskartgripi, rhodium (silfurlitaða) og þeir sem eru með 18kt gyllingu (gulllitaðir), mælum við alltaf með að taka af sér fyrir svefn, sund, rækt og gufu. Einnig er mikilvægt að bera á sig ilmvatn, krem og olíur áður en þú setur skartgipi á þig. 

Einnig skal hafa í huga að það fellur á silfur hér á landi og silfrið verður svart, einnig silfur undir gyllingu. Nokkuð einfalt er þó að pússa eða hreinsa skartgripinn sé fallið á hann, með klút eða hreinsiefni sem þú getur verslað hjá okkur.

FLÉTTUR - rhodium & gylltar

Þræðirnir í Fléttunum eru flatir og harðir sem fléttast saman í eina heild. Flötu þræðirnir eru viðkvæmari en t.d. klassísku hlekkjakeðjurnar sem við þekkjum flest. Brot getur myndast í flötum keðjum líkt og Fléttunni og því þarf að huga að þeim á annan hátt en grófari skartgrip.

  • Mikilvægt að taka fléttuna af fyrir svefn, í svefni getur myndast tog eða brot án þess að við verðum vör við það. Ef brot kemur í hana veikist keðjan og getur hún raknað upp eða slitnað.

  • Taka hana af fyrir sund, rækt eða gufu, líkt og með aðra silfur skartgripi.

  • Í Fléttunum er demantsskurður sem gefur þeim þennan fallega glans. Til þess að viðhalda glansinum ætti að setja krem & olíur á sig áður en skartgripurinn er settur á sem og að taka af fyrir átök eins og líkamsrækt.

  • Þú getur viðhaldið glansinum heima fyrir með hreinsivökva frá okkur og silfurklúti, þó þú hafir farið með hana í ræktina, gufu eða sund.

  • Við sjáum alltaf þegar óeðlileg brot er í fléttunum eða hvort sé um galla að ræða. 

Það getur ýmislegt gerst, t.d festast armbönd í peysu eða krækjast um hurðarhún og í svefni líkt og fyrr segir, þá kemur tog og við sjáum það glögglega og það telst ekki sem framleiðslugalli. 

Gullsmiðirnir okkar eru klárir í að laga fléttur sem hafa orðið fyrir hnjaski en þegar er brot eftir svefn eða tog getur það reynst erfiðara, við mælum eindregið með því að þið komið til okkar og gullsmiðirnir okkar skoða fléttuna hafi eitthvað komið fyrir. 

Til þess að viðhalda gyllingunni á gylltum fléttum, mælum við með að taka hana af fyrir sturtu, sund, rækt, gufu og svefn en PH-gildi húðarinnar hefur líka árif á gyllingu / rhodium húðun. Hátt sýrustig húðar eyðir gyllingu hraðar, einnig geta hormónar (ólétta/brjóstagjöf) haft áhrif.

Það er eðlileg umhirða að þurfa að gylla húðaðan skartgrip aftur - hvenær og hversu oft fer alveg eftir notkun. 

GYLLING OG ENDURHÚÐUN

Silfur sem er gyllt með 18kt gyllingu og 14kt gull er tvennt ólíkt. Gyllingin gerir okkur kleift að kaupa gulllitaðan skartgrip á mun lægra verði en ef hann væri úr ekta gulli.

Gylling á silfurskartgripum er húð, þó svo að húðin sé þykk og fín er húð alltaf húð og mun fara af með tíð og tíma, það fer eftir allt eftir umhirðu á skartgripnum hversu lengi gyllingin endist. Það jákvæða er að eðalmálma, líkt og silfur, er alltaf hægt að gylla aftur.

Við mælum því með að taka gyllta skartgripinn af þér fyrir sturtu, sund, rækt, gufu og svefn en PH-gildi húðarinnar hefur líka árif á gyllingu / rhodium húðun. Hátt sýrustig húðar eyðir gyllingu hraðar, einnig geta hormónar (ólétta/brjóstagjöf) haft áhrif.

Þegar þú ert ekki að nota skartgripinn þinn, geymdu hann í skartgripaboxi eða öðru lokuðu boxi, jafnvel zip-lock poka en ekki í skál eða á skartgripahengi inni á baðherbergi, þá er hann fljótur að oxast (fellur á silfrið, verður svart).

Þegar falla fer á gyllingu eða gylling fer að eyðast hafið þá í huga að skartgripi úr eðalmálmum (líkt og allir skartgripir frá okkur) er hægt að gylla aftur og hreinsa líkt og áður segir.

Það er eðlileg umhirða að þurfa að gylla húðaðan skartgrip aftur - hvenær og hversu oft fer alveg eftir notkun. 

GYLLTIR HRINGIR

Silfur hringar með 18kt gyllingu þarf að huga sérstaklega vel að. Við notum hendurnar mest í daglegu lífi og því mæðir mest á hringum. Það er í eðli silfurs að það falli á það og húðin eyðist með tímanum, einnig geta sléttir fletir á silfur hringum rispast rétt eins og gull rispast.

Gyllingin á hringnum er húð og ekki allir átta sig á að taka þarf hringinn af fyrir handþvott svo að gyllingin haldist sem lengst. 

PH-gildi húðarinnar hefur líka árif á gyllingu / rhodium húðun. Hátt sýrustig húðar eyðir gyllingu hraðar, einnig geta hormónar (ólétta/brjóstagjöf) haft áhrif.

Þegar falla fer á gyllingu eða gylling fer að eyðast hafið þá í huga að skartgripi úr eðalmálmum (líkt og allir skartgripir frá okkur) er hægt að gylla aftur og hreinsa líkt og áður segir.

Það er eðlileg umhirða að þurfa að gylla húðaðan skartgrip aftur - hvenær og hversu oft fer alveg eftir notkun. 

14KT GULLFLÉTTUR

Þræðirnir í Fléttunum eru flatir og harðir sem fléttast saman í eina heild. Flötu þræðirnir eru viðkvæmari en t.d. klassísku hlekkjakeðjurnar sem við þekkjum flest. Brot getur myndast í flötum keðjum líkt og Fléttunni og því þarf að huga að þeim á annan hátt en grófari skartgrip.

  • Mikilvægt að taka fléttuna af fyrir svefn, í svefni getur myndast tog eða brot án þess að við verðum vör við það. Ef brot kemur í hana veikist keðjan og getur hún raknað upp eða slitnað.

  • Í Fléttunum er demantsskurður sem gefur þeim þennan fallega glans. Til þess að viðhalda glansinum ætti að setja krem & olíur á sig áður en skartgripurinn er settur á sem og að taka af fyrir átök eins og líkamsrækt.

  • Þú getur viðhaldið glansinum heima fyrir með hreinsivökva frá okkur og silfurklúti, þó þú hafir farið með hana í ræktina, gufu eða sund.

  • Við sjáum alltaf þegar óeðlileg brot er í fléttunum eða hvort sé um galla að ræða. 

Það getur ýmislegt gerst, t.d festast armbönd í peysu eða krækjast um hurðarhún og í svefni líkt og fyrr segir, þá kemur tog og við sjáum það glögglega og það telst ekki sem framleiðslugalli. 

Gullsmiðirnir okkar eru klárir í að laga fléttur sem hafa orðið fyrir hnjaski en þegar er brot eftir svefn eða tog getur það reynst erfiðara, við mælum eindregið með því að þið komið til okkar og gullsmiðirnir okkar skoða fléttuna hafi eitthvað komið fyrir. 

Gullskartgripi (14kt gull +) má fara með í sund og sturtu án þess að falli á þá. Það er þó margt annað sem hefur áhrif, td húðfita, krem, olíur eða ilmvatn líkt og áður segir. Ef þú ert mikið með skartgripinn þinn kemur á hann fita sem hægt er að þrífa af með sápuvatni, mjúkum bursta, hreinsiefnum og klútum - einnig getur gerst að gull dökknar aðeins í vatninu okkar hér á Íslandi.

14KT GULL

Gullskartgripi (14kt gull +) má fara með í sund og sturtu án þess að falli á þá. Það er þó margt annað sem hefur áhrif, td húðfita, krem, olíur eða ilmvatn. Ef þú ert mikið með skartgripinn þinn kemur á hann fita sem hægt er að þrífa af með sápuvatni, mjúkum bursta, hreinsiefnum og klútum - einnig getur gerst að gull dökknar aðeins í vatninu okkar hér á Íslandi.

PERLUR & EÐALSTEINAR

Hárlakk og ilmvatn ætti að halda frá eðalsteinum og perlum, mælum því með að setja ilmvatn og hárlakk áður en skartgripur með perlum eða eðalsteinum er settur á. Perlur eru sérstaklega viðkvæmar fyrir þessum efnum en áferðin getur orðið mött.

Eðalsteinar eru mis viðkvæmir fyrir þessum efnum - en ekki hika við að spyrja starfsfólk BY•L nánar út í eðalsteininn þinn.

UMHIRÐUVÖRUR

Þú getur keypt hjá okkur hreinsiefni og klúta til að halda skartgripnum þínum glansandi og hreinum. 

Þú getur einnig komið með skartgripina þína til okkar og við hreinsum hann hér á verkstæðinu.

Þú getur skoðað umhirðuvörurnar hér að neðan.