UMHIRÐU MÁ SKIPTA NIÐUR EFTIR ÞVÍ HVORT SKARTGRIPURINN ER ÚR GULLI EÐA SILFRI
— NÚ EÐA GYLLTU SILFRI.
Mikilvægt er að hugsa vel um skartgripina sína. Við mælum með því að geyma skart í upprunalegum öskjum sem koma frá BY•L. Hægt er að koma með BY•L skartgripi til okkar í verslun í eftirlit ef byrjað er að sjá á þeim.
FLÉTTUR
Við mælum alltaf með að taka fléttuna af fyrir svefn, í svefni getur komið brot í fléttuna sem veikir hana og hún getur á endanum slitnað. Við sjáum alltaf þegar óeðlileg brot er í fléttunum og hvort sé um galla að ræða.
Það getur ýmislegt gerst, t.d festast armbönd í peysu eða krækjast um hurðarhún. Þá kemur tog og við sjáum það glögglega og það telst ekki sem framleiðslugalli.
Gullsmiðir eru klárir í að laga fléttur sem hafa orðið fyrir hnjaski en þegar er brot eftir svefn eða tog getur það reynst erfiðara.
GULL
Gullskartgripi (14kt gull +) má fara með í sund og sturtu án þess að falli á þá. En það er margt annað sem hefur áhrif, td húðfita. Ef þú ert mikið með skartgripinn þinn kemur á hann fita sem hægt er að þrífa af með sápuvatni, mjúkum bursta, hreinsiefnum og klútum - einnig getur gull dökknað aðeins í vatninu okkar hér á íslandi.
SILFUR
Silfurskartgripi, rhodium og gyllt skart mælum við alltaf með að taka af sér fyrir svefn, sund, rækt og gufu. Einnig er mikilvægt að bera á sig ilmvatn, krem og olíur áður en þú setur skartgipi á þig.
Gylling á silfurskartgripum er húð, þó svo að húðin sé þykk og fín er húð alltaf húð og dugir ekki að eilífu. Gylling á hringum er húð og ekki allir átta sig á að taka þarf hringinn af fyrir handþvott ef gyllingin á að duga sem lengst.
Einnig skal geyma gyllta skartgripi í lokuðum kassa og alls ekki á skartgripahengi inn á baðherbergi - þá er hann fljótur að oxast. Einnig getur sýrustig í húð (PH-gildi) haft áhrif á gylllingu.
Þegar falla fer á gyllingu eða gylling fer að eyðast hafið þá í huga að skartgripi úr eðalmálmum (líkt og allir skartgripir frá okkur) er hægt að gylla aftur – og það er eðlileg umhirða að þurfa að gylla húðaðan skartgrip aftur - hvenær og hversu oft fer alveg eftir notkun.
Einnig skal hafa í huga að það fellur á silfur hér á landi og silfrið verður svart, einnig silfur undir gyllingu.
EÐALSTEINAR & PERLUR
Hárlakk og ilmvatn er eitthvað sem ætti að halda frá eðalsteinum og perlum – perlur eru sérstaklega viðkvæmar fyrir þessum efnum - áferðin verður mött.
Eðalsteinar eru mis viðkvæmir - en ekki hika við að spyrja starfsfólk BY L.
GYLLING OG ENDURHÚÐUN
Gylltir silfur og rhodium er alltaf hægt að húða aftur eftir eðlilega notkun jafnvel þó þú stelist með skartgripinn í sund, sturtu, rækt og gufu. Eðalmálma er nefnilega alltaf hægt að gylla aftur.
PH-gildi húðarinnar hefur líka árif á gyllingu - hátt sýrustig eyðir gyllingunni hraðar. Þegar þú ert ekki að nota fléttuna þína, geymdu hana í skartgripaboxi eða öðru lokuðu boxi – ekki í skál inni á baðherbergi, það er ávísun á oxun!
Umhirðuvörur
Þú getur keypt hjá okkur hreinsiefni og klúta til að halda skartgripnum þínum glansandi og hreinum.
Þú getur einnig komið með þá til okkar og við hreinsum hann hér á verkstæðinu. Húðfita og ilmvatn er ekki góð blanda fyrir flétturnar sérstaklega en þá missa þær glansandi áferðina.
Settu alltaf á þig ilmvatn áður en þú setur fléttuna á þig - það er góð regla.
14kt gullfléttur má hinsvegar fara með í sund og sturtu en til að hún haldi fallegri áferð skaltu varast krem, olíur og ilmvatn.