

LOVÍSA HALLDÓRSDÓTTIR OLESEN
Lovísa byrjaði á samning í faginu árið 2004, hún lauk sveinsprófi í gull og silfursmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 2007 og meistararéttindum í kjölfarið. Allt frá barnæsku hefur Lovísa elskað ýmsar skapandi greinar og snemma ljóst að listaleiðin væri brautin í lífinu, hún lauk einmitt stúdentsprófi af listasviði/fatahönnun 2002.
Lovísa sækir áhrif sín mest úr hversdagslífinu þar sem tvinnast saman klassík og nýjir straumar. Litir, hráefni og form hafa alltaf verið aðalatriði í hönnuninni sem setur mark sitt á fjölbreytileikann í hennar smíði og hönnun.
Árið 2013 fór Lovísa í rekstur undir eigin vörumerki eftir að hafa unnið við fagið í nokkur ár. Fyrsta verslunin var lítil kósý verslun í bílskúrnum heima á Garðaflötinni en árið 2021 flutti búðin og verkstæðiði í Vinastræti í Garðabæ.
Haustið 2024 var aftur flutt, glæsileg verslun og verkstæði opnaði við Silfursmára 8 í Kópavogi og um leið breytti Lovísa merki og nafni fyrirtækisins í BY•L.