UMHIRÐA & GEYMSLA SKARTGRIPA
Mikilvægt er að hugsa vel um skartgripina sína. Við eigum til hreinsi fyrir bæði gull- og silfurskartgripi og fægiklút svo að þú getir viðhaldið skartgripunum þínum heima fyrir.
Við mælum með því að geyma skart í upprunalegum öskjum sem koma frá BY•L eða í lokuðu skartgripaskríni. Hægt er að koma með BY•L skartgripi til okkar í verslun & verkstæði í eftirlit ef byrjað er að sjá á þeim.