Stilla - 14kt gull
Stilla fæddist hægt og rólega árið 2022 með einfalda hálsmeninu með einum dropa en árið 2023 urðu skartgripirnir að heilli línu sem við sjáum í dag. Fyrst um sinn var Stilla aðeins úr silfri, silfri með 18kt gyllingu og náttúrusteinum en í dag er einnig hægt að fá Stillu í 14kt gulli og hvítagulli með hrádemöntum.
Mjúka afslappaða form dropans er einkenni Stillu. Í skartgripunum blandast saman eðalmálmar og fallegir náttúrusteinar í undurfögrum litatónum. Stilla er veðurfar, fátt er fallegra en kyrrð og værð í stillu.