GIFTINGARHRINGAR

Hringarnir fást allir í 14kt gulli og hvítagulli - það er engin regla um að parið þurfi að vera eins, mestu máli skiptir að hver og einn velji sér sinn hring. Áletrun inní hringana fylgir með öllum hringum.

Signature hringur

Signature hringurinn er okkar fullkomna form á giftingarhring. Hann er hálfkúptur að utan og innan sem gerir hann mjög þægilegan í daglegu lífi og er klassískur og tímalaus.

Smíðaðir úr 14kt gulli & 14kt hvítagulli

Breidd frá 2mm - 8mm

Kúptur hringur

Kúptur að utan en hálfkúptur að innan sem er þægilegt form.

Smíðaðir úr 14kt gulli & 14kt hvítagulli

Breidd frá 4mm - 5mm

Sléttur hringur

Sléttur að utan en hálfkúptur að innan, svo gott er að bera hann.

Smíðaðir úr 14kt gulli & 14kt hvítagulli

Breidd frá 3mm - 6mm

Demantshringar

Sumir vilja hafa demanta í sínum giftingarhring en við eigum til fallegt og stórt úrval af Alliance hringum, þar sem hægt er að velja um fjölda og stærð demanta, í bæði 14kt gulli sem og 14kt hvítagulli. Alliance hringa er hægt að fá í mörgum mismunandi útfærslum, hafðu samband við okkur ef þú ert með eitthvað sérstakt í huga en finnur ekki á vefverslun.