

GIFTINGARHRINGAR
Við mælum alltaf með því að brúðhjón velji þá hringa sem þeim þykir fallegastir og líður vel með, því þessa hringi á að bera til framtíðar.
Við eigum þess vegna til fjölbreytt úrval af hringum; hefðbundnum, breiðum, mjóum, kúptum, sléttum, með demöntum eða munstri - bæði í gulli og hvítagulli.
Þið getið einnig bókað tíma með gullsmið viljið þið fá sérfræðiaðstoð við valið eða sérsmíði.


MORGUNGJAFIR
Elskum hefðir & morgungjöfin er ein af þeim betri!
Morgungjöf er aldagömul hefð, þetta var gjöf sem brúðguminn gaf eiginkonu sinni að morgni eftir brúðkaupsnóttina.
Í dag hefur þessi hefð þróast og tekið á sig nýjar myndir. Nú er algengt að báðir aðilar gefi hvor öðrum gjafir.


RÁÐGJÖF MEÐ GULLSMIÐ
Ef þið viljið setjast niður með gullsmiðunum okkar og fá ráðgjöf varðandi giftingahringa, skartgripi fyrir stóra daginn eða sérsmíði ekki hika við að bóka tíma með því að smella á hlekkinn hér að neðan.