Tails - 14kt gull
Tails fæddist árið 2015 í bílskúrnum hjá Lovísu, fyrst með Tails Classic hringunum með litríku steinunum og fallega hálsmeninu með hring en með árunum fjölgaði í Tails fjölskyldunni og línan varð heilsteypt og fáanleg á netverslun árið 2019. Fyrst um sinn var Tails aðeins úr silfri, silfri með 18kt gyllingu og Cz steinum en í dag er einnig hægt að fá Tails í 14kt gulli og hvítagulli með demöntum.
Tails skartgripirnir eru handsmíðaðir á verkstæðinu okkar. Skartgripalínan er breið, allt frá mjög fínlegu yfir í gróft. Mörgum skartgripum í línunni er hægt að raða saman með skartripum úr Tails eða öðrum skartgripalínum, það kemur skemmtilega út.