Hvernig hugsa ég um fléttuna mína?
Komið í veg fyrir brot í fléttu
Við mælum alltaf með að taka fléttuna af fyrir svefn, í svefni getur komið brot í fléttuna sem veikir hana og hún getur á endanum slitnað.
Við sjáum alltvaf þegar óeðlileg brot er í fléttunum og hvort sé um galla að ræða.
Það getur ýmislegt gertst, t.d festast armbönd í peysu eða krækjast um hurðarhún. Þá kemur tog og við sjáum það glögglega og það telst ekki sem framleiðslugalli.
Gullsmiðir eru klárir í að laga fléttur sem hafa orðið fyrir hnjaski en brot eftir svefn eða tog getur það reynst erfiðara.
Gylling og endurhúðun
Gylltar fléttur og rhodum er allaf hægt að húða aftur eftir eðlilega notkun jafnvel þú stelist með þína í sund, sturtu, rækt og gufu. Eðalmálma er nefnilega alltaf hægt að gylla aftur.
PH-gildi húðarinnar hefur líka árif á gyllingu - hátt sýrustig eyðir gyllingunni hraðar. Þegar þú ert ekki að nota fléttuna þína, geymdu hana í skartgripaboxi eða öðru lokuðu boxi – ekki í skál inni á baðherbergi, það er ávísun á oxun!
Almenn umhirða
Þú getur keypt hjá okkur hreinsiefni og klúta til að halda fléttunni þinni glansandi og hreinni.
Þú getur einnig komið með hana til okkar og við hreinsum hana hér á verkstæðinu. Húðfita og ilmvatn er ekki góð blanda fyrir flétturnar þá missa þær glansandi áferðina.
Settu alltaf á þig ilmvatn áður en þú setur fléttuna á þig - það er góð regla.
14kt gullfléttur má hinsvegar fara með í sund og sturtu en til að hún haldi fallegri áferð skaltu varast krem, olíur og ilmvatn.
Ekki sofa með fléttuna - þú heldur henni bæði heilli og hreinni lengur þannig.