Fiskiflétta og Fossflétta eru án efa okkar mest seldu skartgripalínur í gegnum tíðina og eru alltaf jafn vinsælar enda afskaplega fallegar og klassískar.
Hér fjöllum við um hvernig er best að hugsa um bæði Fiskifléttu og Fossfléttu úr 925 sterling silfri, sem er ýmist rhodium húðuð (silfurlit), gyllt með 18kt gyllingu eða sem er með svartri rhodium húð.
Þræðirnir í fléttunum eru flatir og harðir sem fléttast saman í eina heild. Flötu þræðirnir eru viðkvæmari en t.d. klassísku hlekkjakeðjurnar sem við þekkjum flest. Brot getur myndast í flötum keðjum líkt og fléttunum og því þarf að huga að þeim á annan hátt en grófari skartgrip. Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa bakvið eyrað:
- Mikilvægt að taka fléttuna af fyrir svefn, í svefni getur myndast tog eða brot án þess að við verðum vör við það. Ef brot kemur í hana veikist keðjan og getur hún raknað upp eða slitnað.
- Taka hana af fyrir sund, rækt eða gufu, líkt og með aðra silfur skartgripi.
- Í Fléttunum er demantsskurður sem gefur þeim þennan fallega glans. Til þess að viðhalda glansinum ætti að setja krem & olíur á sig áður en skartgripurinn er settur á sem og að taka af fyrir átök eins og líkamsrækt.
- Þú getur viðhaldið glansinum heima fyrir með hreinsivökva frá okkur og silfurklúti, þó þú hafir farið með hana í ræktina, gufu eða sund.
- Við sjáum alltaf þegar óeðlileg brot er í fléttunum eða hvort sé um galla að ræða.
Það getur ýmislegt gerst, t.d festast armbönd í peysu eða krækjast um hurðarhún og í svefni líkt og fyrr segir, þá kemur tog og við sjáum það glögglega og það telst ekki sem framleiðslugalli.
Gullsmiðirnir okkar eru klárir í að laga fléttur sem hafa orðið fyrir hnjaski en þegar er brot eftir svefn eða tog getur það reynst erfiðara, við mælum eindregið með því að þið komið til okkar og gullsmiðirnir okkar skoða fléttuna hafi eitthvað komið fyrir.
Til þess að viðhalda gyllingunni á gylltum fléttum, mælum við sérstaklega með að taka hana af fyrir sturtu, sund, rækt, gufu og svefn en athugið að PH-gildi húðarinnar hefur líka árif á gyllingu / rhodium húðun. Hátt sýrustig húðar eyðir gyllingu hraðar ásamt því geta hormónar (ólétta/brjóstagjöf) haft áhrif. En engar áhyggjur, það er eðlileg umhirða að þurfa að gylla húðaðan skartgrip aftur - hvenær og hversu oft fer alveg eftir notkun.
Þú getur því komið til okkar ef gyllingin er farin að láta á sjá, því skartgripi úr eðalmálmum, líkt og 925 silfur er, er hægt að gylla aftur.
Ertu með einhverjar spurningar varðandi flétturnar? Ekki hika við að senda okkur fyrirspurn!