Náttúrulegir demantar myndast úr hreinu kolefni við mikinn hita og þrýsting djúpt undir yfirborði jarðar. Í dag eru bæði náttúrulegir demantar og demantar ræktaðir í rannsóknarstofum í boði; báðir eru úr hreinu kolefni og hafa sömu eðliseiginleika. Það sem helst aðgreinir þá er uppruni og verð.
Color – Litur (t.d. Top Wesselton, Wesselton)
Litur demanta er metinn á alþjóðlegum kvarða frá D (alveg litlaus) til Z (meiri litbrigði). Auk þessa eru í Evrópu notuð hefðbundin litanöfn, sem eru almenn heiti á litflokkun demanta:
• TW / Top Wesselton – samsvarar D–F, litlausir demantar.
• Wesselton (W) – samsvarar G–H, nálægt litlausum.
Þetta eru einföld og vel þekkt heiti sem kaupendur og seljendur hafa notað lengi til að gefa skýra mynd af litgæðum demants.
Cut – Slípun/skurður
Slípun eða skurður segir til um hvernig demanturinn er mótaður og hversu vel hann endurkastar ljósi. Góð slípun skiptir mestu fyrir ljóma og birtu steinsins. Vinsælasta slípunarform demanta er round brilliant, þar endurkastast ljósið nær fullkomlega. Við bjóðum einnig upp á fleiri form, líkt og Oval & Perulaga.
Carat – Karat
Karat er einfaldlega þyngd demants. Eitt karat er 0,20 gr. Stærð hefur áhrif á verð, en gæði hinna C-anna skipta einnig miklu.
Clarity – Hreinleiki
Hreinleiki segir til um hversu margar og hversu áberandi náttúrulegar innriföllur og yfirborðsmerkingar demanturinn hefur. Þetta er metið með 10× stækkun.
Algengustu hreinleika-flokkar:
• FL/IF – Fullkomlega eða nánast fullkomlega hreinn.
• VVS1/VVS2 – Very Very Slightly Included. Mjög, mjög smávægilegar innriföllur sem erfitt er að sjá.
• VS1/VS2 – Very Slightly Included. Smávægilegar innriföllur sem sjást með stækkun en ekki með berum augum.
• SI1/SI2 – Slightly Included. Innriföllur sem sjást við 10× og geta stundum sést með berum augum.
• I1–I3 – Áberandi innriföllur sem hafa áhrif á ljóma.
Þegar demantur er t.d. merktur VS, er verið að vísa til þess að hann sé í mjög góðum hreinleikaflokki þar sem ófullkomleikar eru litlir og ósýnilegir með berum augum.
Skírteini og vottun
Demöntum sem fylgja skírteini frá óháðum stofnunum (t.d. GIA, IGI, HRD) hafa verið greindir af sérfræðingum sem staðfesta:
• Coor – lit (t.d. TW/Wesselton eða D–Z)
• Clarity - hreinleika (t.d. VS eða VVS)
• Carat - karat
• Cut – Slípun/skurð
Skírteini tryggir að lýsingar seljanda séu réttar og auðveldar samanburð á demöntum.
Við notum náttúrulega demanta í okkar skartgripi & kaupum eingöngu demanta af birgjum með alþjóðlega vottun - Conflict free. Öllum demantsskartgripum frá okkur fylgir demantaskírteini frá BY•L, sé ekki um demanta með vottun frá óháðum stofnunum að ræða, svo þú hafir þær upplýsingar sem þú þarft um þinn demant. Ekki hika við að senda okkur póst ef þú hefur spurningar, einnig getur þú bókað tíma með gullsmið fyrir ráðgjöf.










