Umhirðu má skipta niður eftir því hvort skartgripurinn er úr gulli eða silfri, nú eða gylltu silfri.
Í fyrsta lagi viljum við leggja áherslu á hvað okkur finnst mikilvægt að hugsa vel um skartgripina sína, með því getur hann enst þér vel og lengi. Við mælum með því að geyma skartgripina í upprunalegum öskjum sem koma frá BY•L eða í lokuðum skartgripaskrínum. Við notum aðeins eðalmálma í okkar skartgripi, það er ekta gull og 925 sterling silfur, og því er alltaf hægt að koma með BY•L skartgripi til okkar í Silfursmárann þar sem bæði verslun okkar & verkstæði er, í eftirlit ef byrjað er að sjá á þeim.
Umhirða silfurs:
Silfurskartgripi, rhodium (silfurlitaða), svarta rhodium (svartir glansandi) og þeir sem eru með 18kt gyllingu (gulllitaðir), mælum við alltaf með að taka af sér fyrir svefn, sund, rækt og gufu. Einnig er mikilvægt að bera á sig ilmvatn, krem og olíur áður en þú setur skartgipi á þig. Þegar silfurhringur er með gyllingu er mjög mikilvægt að taka hann af fyrir handþvott, en það mæðir mest á hringjum af öllum skartgripum því þarf að huga extra mikið að gylltum hirngum.
Einnig skal hafa í huga að það fellur á silfur hér á landi, það þýðir að silfrið getur orðið dökkt, einnig silfur undir gyllingunni. Þegar þú ert ekki að nota skartgripinn þinn, geymdu hann í skartgripaboxi eða öðru lokuðu boxi, jafnvel zip-lock poka en ekki í skál eða á skartgripahengi inni á baðherbergi, þá er hann fljótur að oxast (fellur á silfrið, verður dökkt).
Nokkuð einfalt er þó að pússa eða hreinsa skartgripinn sé fallið á hann, með klút eða hreinsiefni sem þú getur verslað hjá okkur.
Umhirða silfurs með 18kt gyllingu:
Silfur sem er gyllt með 18kt gyllingu og 14kt gull er tvennt ólíkt. Gyllingin gerir okkur í raun kleift að kaupa gulllitaðan skartgrip á mun lægra verði en ef hann væri úr ekta gulli.
Gylling á silfurskartgripum er húð, þó svo að húðin sé þykk og fín er húð alltaf húð og mun líklegast fara af með tíð og tíma, það fer allt eftir umhirðu á skartgripnum hversu lengi gyllingin endist. Við mælum því með að taka gyllta skartgripinn af þér fyrir sturtu, sund, rækt, gufu og svefn en PH-gildi húðarinnar hefur líka árif á gyllinguna. Hátt sýrustig húðar eyðir gyllingu hraðar, einnig geta hormónar (ólétta/brjóstagjöf) haft áhrif.
Það jákvæða er að eðalmálma, líkt og silfur, er alltaf hægt að gylla aftur. Það er eðlileg umhirða að þurfa að gylla húðaðan skartgrip aftur - hvenær og hversu oft fer alveg eftir notkun.
14kt gull skartgripir:
Gullskartgripi (14kt gull +) má fara með í sund og sturtu án þess að falli á þá. Það er þó margt annað sem hefur áhrif, t.d. húðfita, krem, olíur eða ilmvatn. Ef þú ert mikið með skartgripinn þinn kemur á hann fita sem hægt er að þrífa af með sápuvatni, mjúkum bursta, hreinsiefnum og klútum - einnig getur gerst að gull dökknar aðeins í vatninu okkar hér á Íslandi.
Skartgripir með eðalsteinum & perlum:
Hárlakk og ilmvatn ætti að halda frá eðalsteinum og perlum, mælum því með að setja ilmvatn og hárlakk áður en skartgripur með perlum eða eðalsteinum er settur á. Perlur eru sérstaklega viðkvæmar fyrir þessum efnum en áferðin getur orðið mött.
Eðalsteinar eru mis viðkvæmir fyrir þessum efnum - en ekki hika við að spyrja starfsfólk BY•L nánar út í eðalsteininn þinn.
Ef þú ert með spurningar varðandi umhirðu skartgripa endilega hentu á okkur línu eða renndu við hjá okkur í Silfursmáranum. Þú ert alltaf velkomin með skartgripinn þinn í hreinsun eða eftirlit hjá okkur.