JÓLAGJAFAHANDBÓK

GEFÐU BY•L UM JÓLIN

JÓLIN ERU TÍMINN

Í þessum bransa eru jólin háannatími. 

Jólaundirbúiningurinn hefst því snemma á heimilinu með piparkökubakstri, jólagjafainnpökkun og óhóflegri malt & appelsíndrykkju okkar mæðgna. Þegar stelpurnar okkar voru yngri var ég með bullandi mömmusamviskubit að vinna svona mikið og að geta ekki verið með þeim í kózy jólaundirbúning.

Mjög eftirminnilegt … þegar eldri mín rétt 5 ára sagði… “ mamma mín þetta eru líka jólin fyrir okkur eins og þér” - Ég grenjaði í koddan þessa nótt en við hlægjum mikið af þessu svona eftir á.

Í dag eru þær að vinna með okkur í jólatörninni svo þetta er í raun okkar alvöru fjölskyldu jólastemmning, öll saman í eldfimu ástandi korter í jól. 

GEFÐU BY•L UM JÓLIN

JÓLIN Í BY•L

Við bjóðum öllum upp á jólainnpökkun og setjum jólaskiptimiða, en skiptifrestur jólagjafa er til 16.janúar 2026.

Ef þú verslar í vefverslun minnum við á að haka við í vöruspjaldinu ef kaupin þín er jólagjöf & þú vilt jólagjafainnpökkun. Þann 14.desember byrjar jólaopnun í Silfursmáranum.

Við tökum vel á móti ykkur!

NÝ SKARTGRIPALÍNA

Örkörk var frumsýnd 15.október 2025.  Skartgripalínan er gerð úr sterling silfri og fæst með rhodium & 18kt gyllingu. Línan kemur inn í vinsælu Örk línuna okkar en þær blandast einstaklega vel saman.

Örkörk er fínlegri með smærri arkir, grófari áferð - einnig er náttúrusteinninn Tígrísauga í nokkrum skartgripum línunnar.

ÖRKÖRK

VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR
Opnunartími yfir hátíðirnar

VELKOMIN

13. & 14.des frá kl. 12 til 16
15.des frá kl. 11 til 18
16. til 19.des frá kl. 11 til 20
20. & 21.des frá kl. 12 til 20
22. & 23.des frá kl. 11 til 21
24.des frá kl. 10 til 13
25. til 28.des er LOKAÐ
29. & 30.des frá kl. 11 til 18
31.des frá kl. 10 til 13
GLEÐILEGT ÁR
1. til 4.jan er LOKAÐ
5.jan frá kl. 11 til 18