Fairy Tale hringur með eðalsteini og demöntum - 14kt gull

kr218,500

Litur á stein
Stærð
Vörulýsing

 

Fairy Tale skartgripalínan okkar er öll handsmíðuð úr 14kt gulli & hvítagulli.  Það sem einkennir línuna eru perulaga náttúrusteinar og demantar.

Skartigripirnir í línunni eru einstakir, keðjurnar eru demantsskornar með fínlegu mynstri.   Eðalsteinar og demantar okkar eru allir í toppgæðum.  

Fairy Tale hringurinn er tímalaus klassík:

▪ Baugurinn er 1,8mm x 1,6mm breidd/þykkt.

▪ Eðalsteinninn er 7x5mm skorinn perulaga náttúrusteinn.

▪ 10 demantar eru í hringnum = 0,05ct -TWvs1

▪ Hringurinn er fáanlegur með Ametyst, Peridot, Rose quartz og bláum Topaz.

▪ Hringurinn er fallegur einn og sér eða með öðrum hringum.

▪ Sjón er sögu ríkari.

▪ Sérsmíðað á verkstæðinu okkar í Silfursmára og ekki til á lager í ákveðnum stærðum

▪ Afgreiðslutími getur því verið allt upp í eina viku. 

Efniviður

Þessi skartgripur er úr 14kt gulli.

Við notum 14kt gull vegna þess að það er harðara en 18kt gull og hentar því einkar vel fyrir skartgripi sem notaðir eru dags daglega.

Við bjóðum þó upp á sérsmíði með 18kt gulli ef viðkomandi óskar eftir því.

Umhirða gullskartgripa

Mikilvægt er að hugsa vel um skartgripina sína. Við mælum með því að geyma þá í upprunalegum öskjum sem koma frá BY•L eða í skartgripaskrínum. Hægt er að koma með BY•L skartgripi til okkar í verslun í eftirlit ef byrjað er að sjá á þeim.

Gullskartgripi (14kt gull +) má fara með í sund og sturtu án þess að falli á þá. Það er þó margt annað sem hefur áhrif, td húðfita, krem, olíur eða ilmvatn. Ef þú ert mikið með skartgripinn þinn kemur á hann fita sem hægt er að þrífa af með sápuvatni, mjúkum bursta, hreinsiefnum og klútum - einnig getur gerst að gull dökknar aðeins í vatninu okkar hér á Íslandi.

Frekari upplýsingar um meðferð skartgripa má finna hér eða hafa samband, lovisa@byl.is.

Frí gjafainnpökkun

Láttu okkur dekra við sendinguna þína. 

Þú getur óskað eftir ókeypis gjafainnpökkun með því að haka í boxið hér að ofan. Ef þú vilt tækifæriskort með persónulegum skilaboðum, skildu eftir athugasemd í lokaskrefi pöntunar.

Sendingar og skiptifrestur

Við sendum allar vörur frá okkur með Póstinum eða Dropp. Með Póstinunum er hægt að velja um heimsendingu, á næsta pósthús eða póstbox. Við gerum alltaf okkar allra besta við að koma netpöntunum hratt og örugglega frá okkur. Verð á sendingum á næsta afhendingarstað við þig er 700 kr, bæði með Póstinum og Dropp.

Það er 14 daga skiptifrestur á öllum pöntunum og setjum við alltaf skiptimiða með þeirri dagsetningu sem pöntunin er tekin saman á.