GULL & DEMANTAR Í JÓLAGJÖF?
Ekki gleyma að láta okkur vita ef þú vilt að við pökkum inn fyrir þig.
DEMANTAR
Demantar eru verðmætir & sjaldgæfir. Demantar myndast úr hreinu kolefni við mikinn hita og þrýsting djúpt undir yfirborði jarðar. Gæðamat demanta er fólgið í: carat - colour - clarity - cut
Vinsælasta slípunarform demanta er round brilliant, þar endurkastast ljósið nær fullkomlega. Við bjóðum einnig upp á fleiri form, líkt og oval & perulaga.
Við notum náttúrulega demanta í okkar skartgripi & kaupum eingöngu demanta af birgjum með alþjóðlega vottun - Conflict free.
Armbönd í jólapakkann
Um miðjan október leit ný lína dagsins ljós hjá okkur sem heitir SKÝ. Viðtökurnar hafa verið hreint út sagt æðislegar. Línan er smíðuð úr gulli & hvæitagulli og eru oval laga demantar í nokkrum gripum. Ský er hrjúf en á sama tima með mjúkar línur - eins og ský.
Í línunni eru fjögur armbönd, bæði í 14kt gulli & 14kt hvítagulli - við höfum fundið vel þetta árið að armbönd hafa verið mjög vinsæl gjöf! Mitt uppáhalds armband í SKÝ er með fimm skýjum á fínlegri keðju.
GEFÐU SKARTGRIP Í JÓLAGJÖF
Smelltu á hnappinn til að fara aftur á Jólasíðu

















































































































