BY•L fægiklútur frá Sambol
Gat ekki hlaðið afhendingarstað
Vörulýsing
Þessi gæða fægiklútur frá Sambol er sérhannaður til að þrífa og pússa skartgripi á áhrifaríkan og öruggan hátt. Klúturinn er úr mjúkri bómull og meðhöndlaður með sérstöku hreinsiefni sem fjarlægir bletti og oxun án þess að skemma viðkvæmt yfirborð.
Hann hentar til að fríska upp á skartgripi og skilur eftir sig fallegan, náttúrulegan gljáa.
Helstu eiginleikar:
• Hentar fyrir silfur, gullhúðað silfur & gullskartgripi
• Mjúk bómull sem rispar ekki viðkvæmt yfirborð
• Meðhöndlaður með mildu og náttúrulegu hreinsiefni
• Þarf hvorki vatn né önnur efni – tilbúinn til notkunar
Leiðbeiningar:
Pússaðu skartgripinn varlega með fægiklútnum þar til hann byrjar að glansa aftur. Geymdu klútinn í lokuðum umbúðum milli notkunar til að viðhalda virkni hreinsiefnisins.
- Frábær sem lokaskref í hreinsun á skartgrip þegar notað er silfur- eða gullbað frá Sambol.
Athugið:
Ekki má þvo klútinn, þar sem það fjarlægir virku hreinsiefnin.
Gott að vita:
Ef skartgripurinn er mjög skítugur, þarf mögulega að dýfa í silfur- eða gullbað áður en klúturinn er notaður.
Sambol – Vönduð og ábyrg framleiðsla
Sambol er þýskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur sérhæft sig í hreinsivörum fyrir eðalmálma frá árinu 1994. Vörurnar þeirra eru notaðar víða í Evrópu af bæði fagfólki og almenningi. Áhersla er lögð á gæði, einfaldleika og umhverfisábyrgð – án skaðlegra efna og með virku innihaldi sem virkar áreiðanlega aftur og aftur.
Efniviður
Allar okkar vörur eru einungis gerðar úr eðalmálmum, það er 925 silfri eða 14kt gulli & hvítagulli.
Silfrið er svo hægt að fá með 18kt gyllingu sem gerir það gulllitað, rhodium húðað eða með svartri rhodium húð. Rhodium varnar því að það falli á silfrið.
Umhirða skartgripa
Mikilvægt er að hugsa vel um skartgripina sína. Við mælum með því að geyma skart í upprunalegum öskjum sem koma frá BY•L.
Hægt er að koma með BY•L skartgripi til okkar í verslun í eftirlit ef byrjað er að sjá á þeim.
Athugið að það eru ýmsir þættir í daglegu lífi sem getur haft áhrif á skartgripina þína. T.d. geta efni eins og klór, hársprey og ilmvötn orsakað hraðari oxun á eðalmálmum. Því mælum við með að taka alltaf af sér hringa og annað skart við heimilisstörf eða íþróttaiðkun.
Frekari upplýsingar um meðferð skartgripa má finna hér eða hafa samband, lovisa@byl.is.
Frí gjafainnpökkun
Láttu okkur dekra við sendinguna þína.
Þú getur óskað eftir ókeypis gjafainnpökkun með því að haka í boxið hér að ofan (þar sem varan er sett í körfu).
Ef þú vilt tækifæriskort með persónulegum skilaboðum, skildu eftir athugasemd í lokaskrefi pöntunar.
Sendingar og skiptifrestur
Póstsending
Við sendum allar vörur frá okkur með Póstinum sem og Dropp. Með Póstinunum er hægt að velja um heimsendingu, á næsta pósthús eða póstbox. Við gerum alltaf okkar allra besta við að koma netpöntunum hratt og örugglega frá okkur. Verð á sendingum á næsta afhendingarstað við þig er 700 kr, bæði með Póstinum og Dropp.
Það er 14 daga skiptifrestur á öllum pöntunum og setjum við alltaf skiptimiða með þeirri dagsetningu sem pöntunin er tekin saman á.