Við fáum oft spurningar um hvað trúlofunarhringur sé, hvernig hann eigi að líta út en við svörum því á þann hátt að "trúlofunarhringur er sá hringur sem heillar þig"
Við eigum fallegt úrval af alliance hringum ásamt hringum með stærri eðalsteinum eða demanti. Úrvalið er meira en vefverslunin sýnir, við tökum vel á móti þér og bjóðum faglega aðstoð við valið á rétta hringnum - einnig bjóðum við upp á að bóka tíma með gullsmið viljir þú fá frekari ráðgjöf eða sérsmíði.
Úrval af hringum úr gulli & hvítagulli, með eða án demanta & eðalsteina sem við mælum með. Við bjóðum einnig upp á sérsmíðaða trúlofunarhringa - bókaðu tíma í ráðgjöf hjá okkur eða kíktu til okkar í Silfursmárann.
















