TRÚlOFUNARHRINGIR

Við eigum mikið úrval af alliance hringum ásamt hringum með stærri eðalsteinum eða demanti.

Það er algengt að bera upp bónorðið á hátíðardögum og er sönnun þess að 50% af stelpunum hjá BY•L fengu bónorð yfir hátíðarnar!

UM JÓL

24.12.2006

"Seint á aðfangadagskvöld eftir að hafa eytt kvöldinu með fjölskyldunni í sitthvoru lagi hittumst við svo heima hjá okkur & hann fer á skeljarnar. Mjög óvænt og yndisleg stund." - Vera

25.12.2020

"Á jóladag dregur hann mig í göngu með hundinn að kvöldi til, á miðri göngu stoppar hann og dregur upp glerbox og spyr viltu giftast mér – hann þekkir sína konu og vildi ekki ákveða hvers konar hringur þetta átti að vera svo hann gaf mér bara fallega fallega demantinn sem átti þá eftir að smíða hring fyrir!" - Lovísa

Síur
Vörugerð
Filterar
Choose a range price
kr
kr
Flokka eftir

UM ÁRAMÓT

31.12.2007

"Kl. 23:55 biður hann mig að koma með sér út að kíkja á flugeldana, bara við tvö. Þegar klukkan slær 12 fer hann á skeljarnar - mér brá svo að ég reif hann upp, þetta kom mjög á óvart." - Lena

31.12.2023

"Við eigum mjög skemmtilega hefð á Gamlárskvöldi sem við höfum varðveitt frá því við byrjuðum saman. Áramótin 2015 - 2016 áður en ég kynnist honum, gefur vinkona mín mér bombu sem heitir Hamingja og segir mér að skjóta henni upp á miðnætti til þess að eiga hamingjuríkt ár. Þremur mánuðum seinna kynnumst við.

Við höfum því skotið þessari bombu upp á miðnætti á Gamlárskvöldi öll árin okkar saman. Í fyrra vildi hann ólmur fá mig til þess að skjóta henni upp, þegar ég hleyp niður 1 mín yfir miðnætti fer hann á skeljarnar sem ég bjóst engan vegin við. Hann bað mín með óunnum demantshring því ég hafði sagt að það væri mómentið sem skipti máli sem það gerði svo sannarlega. Undir í hringaboxinu var svo óendanlega fallegur hringur sem hann hafði látið sérsmíða handa mér frá sinni hugmynd" - Ale

Gefðu skartgrip í jólagjöf

Smelltu á hnappinn til að fara aftur á Jólasíðuna