Páll Sveinsson gullsmíðameistari gengur til liðs við BY•L
„Ég hlakka til að taka þátt í þessari spennandi vegferð hjá BY•L. Mér finnst ánægjulegt að geta miðlað af reynslu minni á þessu sviði og verið hluti af flottu teymi gullsmiða sem þar er fyrir. Sérhæfing mín liggur í viðgerðum og sérsmíði, ekki síst gull- og demantsskartgripum, það verður því aukin áhersla á slíka þjónustu hjá BY•L. Síðast en ekki síst þá hlakka ég til að vinna með teymi sem leggur þetta mikla áherslu á gæði, frumleika og þjónustu,“ - Páll Sveinsson gullsmíðameistari.








