Demantar
Náttúrulegir demantar myndast úr hreinu kolefni við mikinn hita og þrýsting djúpt undir yfirborði jarðar. Í dag eru bæði náttúrulegir demantar og demantar ræktaðir í rannsóknarstofum í boði; báðir eru úr hreinu kolefni og hafa sömu eðliseiginleika. Það sem helst aðgreinir þá er uppruni og verð.
Páll Sveinsson gullsmíðameistari gengur til liðs við BY•L
„Ég hlakka til að taka þátt í þessari spennandi vegferð hjá BY•L. Mér finnst ánægjulegt að geta miðlað af reynslu minni á þessu sviði og verið hluti af flottu teymi gullsmiða sem þar er fyrir. Sérhæfing mín liggur í viðgerðum og sérsmíði, ekki síst gull- og demantsskartgripum, það verður því aukin áhersla á slíka þjónustu hjá BY•L. Síðast en ekki síst þá hlakka ég til að vinna með teymi sem leggur þetta mikla áherslu á gæði, frumleika og þjónustu,“ - Páll Sveinsson gullsmíðameistari.










